Depp og Kournikova í bílaþvottinn

Johnny Depp
Johnny Depp Anthony Harvey

Fyrrverandi tennisstjarnan Anna Kournikova er sú kona sem flestir karlmenn vilja sjá þrífa bílinn sinn. Johnny Depp er hins vegar sá karlmaður sem konurnar vilja helst sjá þrífa bílinn. Þetta kom fram í könnun fyrirtækisins Motorpoint.

Spurt var að því hvaða frægu manneskju fólk vildi helst sjá í innkeyrslunni með fötu og blautan svamp að þrífa bílinn fyrir það. Það er aldrei að vita nema körlunum verði að ósk sinni því lítið hefur farið fyrir Kournikovu frá því hún lagði tennisspaðann á hilluna og vel má vera að hana vanti vinnu.

Í öðru sæti hjá körlunum var söngkonan Christina Aguilera, sem gaf einmitt út lagið Car Wash á sínum tíma og ætti því að kunna til verka í þessum geira. Í þriðja sæti hafnaði Scarlett Johansson en aðrar konur á listanum voru t.d. Eva Longoria, Jessica Alba og Hayden Panettiere.

Fyrrnefndur Depp hlaut fjórðung atkvæða kvenna, en fast á hæla hans fylgdi George Clooney. Í næstu sætum voru síðan Ewan McGregor og David Beckham. Allir ættu þeir að hafa næga krafta til að halda á svampi . bba

Anna Kournikova
Anna Kournikova AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar