Fyrsti dómurinn um væntanlega breiðskífu Sigur Rósar, Með Suð í eyrum við Spilum endalaust, hefur verið birtur. Það var breska tónlistarblaðið Q Magazine sem ríður á vaðið og gefur plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Þeir segja plötuna blygðunarlausa tilraun til þess að ná til breiðari hópa og kalla nýja smáskífulagið Gobblidegook trjásláttar-Ewok-teknó-geðveiki.