Nakin gegn nautaati

Alaska beinir spjótum sínum gegn nautaati.
Alaska beinir spjótum sínum gegn nautaati. Reuters

Spænska söngkonan Alaska tekur þátt í herferð dýraverndarsinna á Spáni gegn nautaati með því að sitja nakin fyrir með þrjú bandarilluspjót í bakinu líkt og notuð eru við nautaat.

„Við þurfum að stinga nokkrum litlum bandarilluspjótum í bakið á þeim sem halda að nautin þjáist ekki," sagði Alaska á blaðamannafundi í gær.

Herferðin ber nafnið: Hinn nakti sannleikur er sá að nautaat er grimmilegt.

Herferðin er farin undir merkjum spænskra dýraverndunarsinna, AnimaNaturalis og People for the ethical Treatment of Animals (PETA) á Bretlandi en þau samtök hafa skipulagt mörg mótmæli gegn nautaati.

Spænskir nautabanar hyggjast á hinn bóginn skipuleggja sýningu fyrir Evrópuþingið í Brussel 4. til 5. júní til að sannfæra þingmenn um að nautaat eigi rétt á sér.

Skoðanakannanir á Spáni sýna að áhugi á nautaati fer minnkandi, sérstaklega meðal yngri kynslóða en þrátt fyrir það er jafnan uppselt á flest öll nautaöt.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup