Nakin gegn nautaati

Alaska beinir spjótum sínum gegn nautaati.
Alaska beinir spjótum sínum gegn nautaati. Reuters

Spænska söngkonan Alaska tekur þátt í herferð dýraverndarsinna á Spáni gegn nautaati með því að sitja nakin fyrir með þrjú bandarilluspjót í bakinu líkt og notuð eru við nautaat.

„Við þurfum að stinga nokkrum litlum bandarilluspjótum í bakið á þeim sem halda að nautin þjáist ekki," sagði Alaska á blaðamannafundi í gær.

Herferðin ber nafnið: Hinn nakti sannleikur er sá að nautaat er grimmilegt.

Herferðin er farin undir merkjum spænskra dýraverndunarsinna, AnimaNaturalis og People for the ethical Treatment of Animals (PETA) á Bretlandi en þau samtök hafa skipulagt mörg mótmæli gegn nautaati.

Spænskir nautabanar hyggjast á hinn bóginn skipuleggja sýningu fyrir Evrópuþingið í Brussel 4. til 5. júní til að sannfæra þingmenn um að nautaat eigi rétt á sér.

Skoðanakannanir á Spáni sýna að áhugi á nautaati fer minnkandi, sérstaklega meðal yngri kynslóða en þrátt fyrir það er jafnan uppselt á flest öll nautaöt.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir