Út úr skápnum fyrir milljón

Lindsay Lohan.
Lindsay Lohan. AP

Fregnir herma að bandaríska slúðurritið OK! hafi boðið leikkonunni Lindsay Lohan milljón dollara fyrir að játa að hún sé lesbía í viðtali við blaðið. Því hefur verið haldið fram í nokkurn tíma að hún og plötusnúðurinn Samantha Ronson eigi í ástarsambandi og þær sáust kyssast og knúsa afar innilega á Cannes-hátíðinni í síðasta mánuði.

Þá sagði móðir Lohan, Dina, í viðtali að hún hefði ekkert á móti því ef dóttir hennar væri með annarri stelpu. „Ef hún er ánægð er ég ánægð. Það er það eina sem skiptir máli,“ sagði mútta. Lohan mun hafa hafnað gylliboðinu en hún neitar því alfarið að hún hneigist að sama kyni. Ritstjórar OK! hafa ekkert viljað tjá sig um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar