Boðið upp á dverga í brúðkaupi

Ronnie Wood
Ronnie Wood YURIKO NAKAO

Gítarleikari Rolling Stones, Ronnie Wood, undirbýr nú brúðkaup dóttur sinnar, Leah, af miklum móð en hún gengur í hjónaband þann 21. júní. Meðal þess sem boðið verður upp á í brúðkaupinu eru uppákomur sem dvergar taka þátt í.

Wood leitar nú ákaft af dvergum, bæði konum og körlum, til þess að taka þátt í skemmtiatriðum í brúðkaupsveislunni. Skemmtiatriðin verða innblásin af atriðum úr verki Draumi á Jónsmessunótt.

Fastlega má gera ráð fyrir að brúðkaup söng- og fyrirsætunnar Leah, og Jack McDonald, verði hið glæsilegasta. Meðal annars munu  Rolling Stones spila í brúðkaupinu sem verður haldið á heimili Wood í  Surrey á Englandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir