Bruni lofar greind Sarkozys

Nicolas Sarkozy og Carla Bruni.
Nicolas Sarkozy og Carla Bruni. Reuters

Carla Bruni, eiginkona Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, segir frá því í nýrri bók hvernig Sarkozy heillaði hana upp úr skónum.  Í bókinni kemur fram að Bruni og Sarkozy kynntust fyrst á blindu stefnumóti, og að hún hafi strax heillast af sjarma, greind og líkamsbyggingu Sarkozys. 

Carla segir Sarkozy svo gáfaðan að heili hans jafnist á við „fimm eða jafnvel sex heila" og að hann sinni pólitísku starfi sínu af ástríðu. 

Ástarsamband Bruni og Sarkozy hefur bæði heillað og ónáðað Frakka í jafnmiklum mæli en margir reiddust því að Sarkozy virtist taka einkalíf sitt fram yfir opinberar skyldur.  Þá fannst ýmsum hann lifa heldur íburðarmiklu lífi og veita sér óhóflega dýra hluti.

Vinsældir Sarkozys hafa dvínað undanfarið og er vonast til þess að bókin auki vinsældir hans og hafi góð áhrif á ímynd hans, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir