Ísland verði áfram númer eitt

00:00
00:00

Heimsþekkt­ir ís­lensk­ir lista­menn, söng­kon­an Björk Guðmunds­dótt­ir og hljóm­sveit­in Sig­ur Rós, ætla að hylla nátt­úru lands­ins með úti­tón­leik­um í Laug­ar­dal í lok mánaðar­ins. Björk sagði meðal ann­ars á blaðamanna­fundi í dag að tón­leik­un­um væri ætlað að opna augu manna fyr­ir um­hverf­is­mál­um og mik­il­vægi þess að spilla ekki viðkvæmri nátt­úru Íslands.

Hún seg­ist hafa fengið hug­mynd­ina sjálf, sam­ein­ing­araflið væri mikið í tón­list­inni og mik­il­vægt að al­menn­ing­ur léti í sér heyra varðandi bygg­ingu ál­vera og stefnu í orku­mál­um. Hún tel­ur Ísland vera á tíma­mót­um, enn væri litið á landið sem töfra­eyju og nátt­úru­und­ur og þjóðina sem af­leggj­ara af því hráa frumafli sem þar væri til staðar. Þetta gæti hins veg­ar breyst hratt.

Tón­leik­arn­ir verða haldn­ir 28. júní næst­kom­andi og er aðgang­ur ókeyp­is, enda vilja lista­menn­irn­ir ekki fá þókn­un fyr­ir vinnu sína. Björk seg­ir að sam­hug­ur al­menn­ings um að láta í sér heyra verði í for­grunni og úti­lok­ar ekki óvænt atriði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfðinu í sandinn, vandamálin hverfa ekkert við það. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfðinu í sandinn, vandamálin hverfa ekkert við það. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir