Ísland verði áfram númer eitt

Heimsþekktir íslenskir listamenn, söngkonan Björk Guðmundsdóttir og hljómsveitin Sigur Rós, ætla að hylla náttúru landsins með útitónleikum í Laugardal í lok mánaðarins. Björk sagði meðal annars á blaðamannafundi í dag að tónleikunum væri ætlað að opna augu manna fyrir umhverfismálum og mikilvægi þess að spilla ekki viðkvæmri náttúru Íslands.

Hún segist hafa fengið hugmyndina sjálf, sameiningaraflið væri mikið í tónlistinni og mikilvægt að almenningur léti í sér heyra varðandi byggingu álvera og stefnu í orkumálum. Hún telur Ísland vera á tímamótum, enn væri litið á landið sem töfraeyju og náttúruundur og þjóðina sem afleggjara af því hráa frumafli sem þar væri til staðar. Þetta gæti hins vegar breyst hratt.

Tónleikarnir verða haldnir 28. júní næstkomandi og er aðgangur ókeypis, enda vilja listamennirnir ekki fá þóknun fyrir vinnu sína. Björk segir að samhugur almennings um að láta í sér heyra verði í forgrunni og útilokar ekki óvænt atriði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar