Guy Ritchie hefur samþykkt að skrifa handritið og leikstýra nýrri mynd um ævintýri spæjarans mikla Sherlock Holmes sem Warner Bros.-kvikmyndaverið hyggst framleiða. Ritchie mun taka við leikstjórastarfinu af Neil Marshall, sem leikstýrði meðal annars myndum á borð við The Descent og Doomsday.
Kvikmyndin mun vera byggð á væntanlegri teiknimyndasögu Lionels Wigrams en í þeirri sögu er persóna Sherlocks sett í aðeins nútímalegri búning þar sem einblínt er meira á hasarinn heldur en heilabrotin. Til að mynda verður lögð meiri áhersla á skylmingahæfileika og hnefaleikakunnáttu kappans.