Tónleikar Bjarkar og Sigur Rósar verða í Laugardal

Björk Guðmundsdóttir og fleiri kynna tónleikana, sem fara fram í …
Björk Guðmundsdóttir og fleiri kynna tónleikana, sem fara fram í Laugardal. mbl.is/Jón Pétur

Tónleikar þar sem Björk Guðmundsdóttir og Sigur Rós munu koma fram, munu fara fram 28. júní í Laugardal, rétt við gömlu þvottalaugarnar. Þetta kom fram á blaðamannafundi þar sem tónleikarnir eru kynntir. Öllum verður heimill aðgangur að tónleikunum án endurgjalds.

Orðrómur var um að enska hljómsveitin Radiohead myndi koma fram á tónleikunum en af því verður ekki. Verið er að vinna í að fá erlenda gesti en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum.

Yfirskrift tónleikanna er Náttúra. Á blaðamannafundinum sagði Björk m.a., að í hugum útlendinga væri náttúran svipað einkennistákn fyrir Ísland og skýjakljúfarnir fyrir New York og Hollywood fyrir Los Angeles.

Tónleikunum er ætlað að vekja fólk til vitundar um umhverfismál á Íslandi. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í morgun að veita 4 milljóna króna styrk svo hægt verði að hafa gjaldfrjálsan aðgang að tónleikunum  en listamennirnir, sem koma fram, munu ekki þiggja greiðslur fyrir vinnu sína. 

Höfuðborgarstofu hefur verið falið að annast samningagerð um aðkomu Reykjavíkurborgar og sjá um að tryggja samstarf milli aðila um aðstoð við ýmsa þætti framkvæmdarinnar s.s. uppsetningu á sviði, hreinsun á svæði fyrir og eftir tónleika og hreinlætisaðstöðu fyrir tónleikagesti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir