„Við eigum úrvalsfólk og efri gæðamörkin hafa hækkað mikið síðan ég byrjaði að hlusta á íslenska tónlist. Það að eiga manneskju eins og Björk Guðmundsdóttur er mikilvægt. Hún hefur aldrei verið að eltast við að verða eins og einhver annar, frumleikinn er hennar styrkur,“ segir Andrea Jónsdóttir, útvarpskona og „rokkamma“ í viðtali í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins.
Andrea hefur starfað í útvarpi í aldarfjórðung og er hafsjór af fróðleik um tónlist, erlenda sem íslenska. Hún segir að of margir íslenskir tónlistarmenn noti enska texta. „Ég held að enskan sé ekki það sem kemur fólki á erlendan markað. Auk þess má ekki gleyma að tónlist með íslenskum textum er nær hjarta þjóðarinnar og lifir betur með henni á íslensku,“ segir Andrea.
Nánar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.