Blake Fielder-Civil játar

Blake Fielder-Civil ásamt eiginkonunni, Amy Winehouse á góðri stundu.
Blake Fielder-Civil ásamt eiginkonunni, Amy Winehouse á góðri stundu. Reuters

Eiginmaður söngkonunnar Amy Winehouse, Blake Fielder-Civil, játaði fyrir dómi í síðustu viku að hafa ráðist á bareiganda og reynt að múta honum til að falla frá ákæru. Fielder-Civil hefur setið bak við lás og slá frá því í nóvember á síðasta ári en hann og Winehouse gengu í hjónaband í maí í fyrra.

Flestar fréttir af Winehouse snúast miklu frekar um skrautlegt líferni hennar og stormasamt samband þeirra hjóna í stað tónlistar sem hún hefur gert. Það nýjasta er myndband sem fannst með henni þar sem hún syngur vísu sem inniheldur kynþáttafordóma. Myndbandið sem tekið er af Fielder-Civil, einhvern tíma áður en hann  var fangelsaður, var birt á vef News of the World í gær. Winehouse baðst í gær afsökunar á myndbandinu og sagði blaðamönnum að það væri hægt að ásaka hana um ýmislegt en ekki um að vera með kynþáttafordóma.

Fielder-Civil á yfir höfði sér að allt að fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina og allt að lífstíðarfangelsi fyrir að hafa hindrað framgang réttvísinnar en ólíklegt þykir að slíkri hörku verði beitt í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar