Finnar eru slyngir glerlistamenn og um helgina var 15. alþjóðlega glerblásturskeppnin haldin þar í landi á vegum norræna hönnunarfyrirtækisins Ittala. 32 keppendur frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Ungverjalandi tóku að þessu sinni þátt.
Keppnisgreinarnar eru þrjár. Fyrst þarf að búa til disk, þá sívalning og loks kúlu. Keppendurnir fá sex mínútur til að búa til eins stóra glerhluti og þeir geta.