Hundakerruferðir vekja athygli

Bílstjóra sem aka eftir Suðurlandsvegi við Mýrdalsjökul hefur rekið í rogastans þegar hundakerra hefur komið brunandi eftir Sólheimasandi með fullfermi af ferðamönnum.

Þar er jafnan á ferð öflugt teymi grænlenskra sleðahunda með eiganda sínum og þjálfara, Sigurði Baldvinssyni, en upplifunin af hundakerruferð er að sögn afar sérstök. Sigurður hefur rekið fyrirtæki sitt um árabil, en þegar snjóalög eru hagstæð og aðstæður heppilegar er farið með hundana í sleðaferðir upp á Mýrdalsjökul. Aðra daga er farið á Sandinn og lætur ferðafólk vel af slíkri ferð.

Á Sandinum er notaður sami búnaður og fjöldi hunda og þegar farið er á jökul, utan þess að hundarnir draga fjögurra manna kerru á eftir sér í stað sleða. Sigurður og eiginkona hans eiga 16 fullorðna hunda og 7 hvolpa, sem fara í þjálfun í sumar.

Fyrir hverja kerru eða sleða eru settir 7 til 9 hundar og getur hver hundur dregið þrisvar sinnum eigin líkamsþyngd. Níu hundar geta því hæglega dregið rúmlega hálft tonn. Sigurður segir þá hafa unun af starfi sínu.

Um 85 til 90 prósent viðskiptavinanna eru erlendir ferðamenn, þó hefur fjöldi íslenskra gesta aukist stöðugt ár frá ári, að sögn Sigurðar.

Til að fræðast um hundasleða- og kerruferðir: www.dogsledding.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar