Öfunduð af tönnunum

Fearne Cotton.
Fearne Cotton. AP

Simon Cowell er haldinn tannaduld. Fearne Cotton, kynnir í bresku útgáfunni af X-Factor, segir Cowell hafa öfundað sig af tönnunum. „Það fyrsta sem hann sagði við mig var: Þú ert með fallegar tennur.“

„Hann er með tennur á heilanum. Ég er með stórar framtennur og ég held að hann öfundi mig mikið af þeim. Tennurnar í honum eru fáránlega hvítar. Maður blindast af þeim!“ sagði Cotton.

Simon splæsti nýverið í meðferð hjá tannlækni til að fá hvítari tennur, og hafa meðdómarar hans gert mikið grín að honum síðan.

Simon er 48 ára. Fyrir skömmu bauðst hann til að kaupa nýjar krónur á tennurnar í Louis Walsh, sem er dómari í X-Factor.

„Louis átti að fá sér nýjar tennur. Hann þarf nýjar. Ég væri meira að segja tilbúinn að borga fyrir þær. En það er mikið óunnið. Við gætum byrjað á einni tönn í ár og haldið áfram næstu tuttugu árin,“ sagði Simon.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar