Fyrir einni öld síðan voru um 100.000 tígrisdýr í heiminum en í dag fer þeim sífellt fækkandi og er áætlað að færri en 4000 tígrisdýr séu eftir. Leikarinn Harrison Ford er einn þeirra sem berst fyrir lífi tígrisdýra en hann styrkir framtak Alþjóðabankans sem ætlað er að bjarga tígrum frá yfirvofandi útrýmingu.