Ekki of gömul til að vera kynvera

ERIC GAILLARD

Poppdrottningin Madonna er í opinskáu viðtali í nýjasta tölublaði breska tímaritsins Hello. Þar heldur hún því meðal annars fram að samfélagið sé í eðli sínu fullt af karlrembu og fordómum gagnvart fólki sem komið er af léttasta skeiði. Hún er hins vegar ekki á þeim buxunum að fara að leggja hljóðnemann á hilluna og ætlar að halda áfram að blanda saman móðurhlutverkinu og starfsframanum.

„Þegar maður nær ákveðnum aldri er ætlast til þess að maður hætti að vera ævintýragjarn og maður á ekki að vera kynvera lengur. Hvers konar reglur eru það? Á maður bara að deyja?“ spyr Madonna.

Hún ræðir einnig um eigin lesti og segir að eitt af hennar stærstu vandamálum í gegnum tíðina hafi verið hversu skapstór hún sé. „Skapið mitt hefur þó skánað mjög með árunum. Og hvaða listamaður er ekki stjórnsamur? Ég var vön að fara í hljóðverið og gjörsamlega springa, en ég hef róast.“

Madonna talar auk þess um ættleiðinguna á malavíska drengnum David Banda. Hún segist ekki vera í vafa um að hún hafi breytt rétt og sér ekki eftir neinu.

„Faðir Davids var mjög þakklátur fyrir að ég skyldi gefa syni hans líf og tjáði mér að ef David hefði verið áfram í þorpinu væri ekki nokkur vafi á því að hann hefði dáið. Ég þurfti ekki frekari staðfestingu á því að ég væri að gera rétt og hafði blessun hans,“ segir Madonna sem ættleiddi David fyrir tveimur árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástin er farin að líkjast ferð í parísarhjóli. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Réttu fram sáttahönd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástin er farin að líkjast ferð í parísarhjóli. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Réttu fram sáttahönd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Loka