David Coverdale og félagar hans í bresku hljómsveitinni Whitesnake héldu tónleika í Laugardalshöll í gærkvöldi og var mikil stemmning í húsinu eins og oftast þegar þrautreyndar rokksveitir spila.
Whitesnake var ein af stærstu glysrokksveitum heims á níunda áratug síðustu aldar en lítið bar á henni á tíunda áratugnum. Hún var hins vegar endurvakin árið 2002 og hefur starfað síðan. Coverdale var um tíma í hljómsveitinni Deep Purple.