Britney nýtur handleiðslu Gibsons

Britney á ströndinni á Costa Rica með ónafngreindum manni.
Britney á ströndinni á Costa Rica með ónafngreindum manni. AP

Britney Spears leitaði ráða hjá Mel Gibson í fyrrakvöld, en talið er að hún njóti nú handleiðslu hans við að ná sér á strik. Þau hittust á Havanaklúbbnum í Beverly Hills og töluðu saman í tvær klukkustundir. Til þess var tekið hve þögul og alvörugefin Britney hafi verið er hún kom í klúbbinn.

Britney og Gibson hafa verið vinir síðan hún var útskrifuð af sjúkrahúsi í febrúar. Í maí bauð hann henni að koma með fjölskyldu sinni í frí.

Heimildamaður sagði, eftir að Britney og Gibson sáust fyrst saman opinberlega í mars, að hann og konan hans, Robin, hafi greinilega áttað sig á því að Britney ætti í alvarlegum erfiðleikum, og viljað gera allt sem í þeirra valdi stæði til að hjálpa henni.

Britney og fjölskylda Gibsons voru nágrannar í Malibu, og sagði heimildamaðurinn að það eina sem vakað hafi fyrir Gibson og konu hans hafi verið að koma til hjálpar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar