Dómari með dónamyndir á vefsíðu sinni

Alex Kozinski í réttarsal.
Alex Kozinski í réttarsal. AP

Hætta varð réttarhaldi í Bandaríkjunum yfir manni, sem ákærður var fyrir að dreifa klámfengnum myndskeiðum, eftir að í ljós kom að dónalegar og klámfengnar myndir var að finna á heimasíðu dómarans í málinu.

Dómarinn, sem heitir Alex Kozinski og er 57 ára, sagðist ekki hafa vitað að almenningur hefði opinn aðgang að myndum og myndskeiðum á heimasíðunni. Búið er að loka vefsíðunni.

Kozinski er virtur alríkisdómari í Los Angeles en hann var skipaður í embætti á valdatíma Ronalds Reagans, Bandaríkjaforseta. Hann viðurkenndi í samtali við blaðið Los Angeles Times, að hann hefði sett myndirnar á vefinn og sýnt nokkrum vinum sínum þær.

Kozinski sagði í viðtalinu, að hann hefði talið að flestar myndirnar væru fyndnar en viðurkenndi að sumar væru óviðeigandi. Í tölvupósti til lögfræðivefjarins abovethelaw.com sagði Kozinski hins vegar, að aðrir í fjölskyldu hans hefðu haft aðgang að vefnum og líklega hefði sonur hans sett stóran hluta af myndunum á vefinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir