Kynnin við Clinton gleymast ei

Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti
Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti AP

Paula Jones, sem sakað hefur Bill Clinton fyrrum Bandaríkjaforseta um kynferðislega áreitni, og Gennifer Flowers, sem heldur því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við hann er hann var ríkisstjóri í Arkansas, hafa nú tekið höndum saman og birt myndbandsupptökur þar sem þær segja frá samskipum sínum við hann. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Myndbandsupptökurnar eru birtar í sjö þáttum á netinu undir nafninu Frásagnir tveggja kvenna og ræða þær m.a. líkamsbyggingu Clintons.

Flowers hefur varið framtakið og sagt að þar sem fréttir af sambandi hennar við Clintonhafi eyðilagt starfsferil hennar sem leik- og söngkonu hafi hún ákveðið að hefja nýjan starfsferil sem fyrrum ástkona Clintons. Áður hefur hún skrifað bók um málið og setið fyrir fyrir tímaritið Playboy.  

Þá segist Jones telja sig hafa komið vel út úr þeim málum sem spunnust í kjölfar tengsla hennar við Clinton  en það var í raun hún sem kom Monicu Lewinsky-málinu af stað. Vegna ásakana hennar afsalaði Clinton sér friðhelgi sem forseti og í kjölfar þess var hann kvaddur til vitnis vegna sambands síns við Lewinsky. Hann neitaði upphaflega að hafa átt í ástarsambandi við hana en viðurkenndi síðar hafa sagt ósátt í því efni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar