Brynhildur Guðjónsdóttir var bæði valin leikkona ársins í aðalhlutverki og leikskáld ársins fyrir leikverkið Brák þegar Gríman, íslensku leiklistarverðlaunin voru veitt í kvöld. Hamskiptin eftir Franz Kafka var útnefnd sýning ársins en flest verðlaun fékk leikverkið Ívanov, þrenn talsins.
Söngkonan Þuríður Pálsdóttir fékk heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu sönglistar á Íslandi og afhenti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Þuríði verðlaunin.
Þá fékk farsinn Fló á skinni sérstök áhorfendaverðlaun í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar.
Sýning ársins
Leiksýningin Hamskiptin eftir Franz Kafka í sviðssetningu Lyric Hammersmith, Vesturports og Þjóðleikhússins. Leikstjórn önnuðust David Farr og Gísli Örn Garðarsson.
Leikskáld ársins
Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir leikverkið Brák í sviðssetningu Söguleikhúss Landnámsseturs.
Leikstjóri ársins
Kristín Eysteinsdóttir fyrir leikstjórn í leiksýningunni Þeim ljóta í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Leikari ársins í aðalhlutverki
Þröstur Leó Gunnarsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Ökutímum í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar.
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir hlutverk sitt í einleiknum Brák í sviðssetningu Söguleikhúss Landnámsseturs.
Leikari ársins í aukahlutverki
Ólafur Darri Ólafsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Ívanov í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Leikkona ársins í aukahlutverki
Ilmur Kristjánsdóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Ívanov í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Leikmynd ársins
Börkur Jónsson fyrir leikmynd í leiksýningunni Hamskiptunum í sviðssetningu Lyric Hammersmith, Vesturports og Þjóðleikhússins.
Búningar ársins
María Ólafsdóttir fyrir búninga í söngleiknum Gosa í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
Lýsing ársins
Páll Ragnarsson fyrir lýsingu í leiksýningunni Ívanov í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Tónlist ársins
Lay Low fyrir tónlist í leiksýningunni Ökutímum í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar.
Söngvari ársins
Sigrún Pálmadóttir fyrir hlutverk sitt í óperunni La Traviata í sviðssetningu Íslensku Óperunnar.
Dansari ársins
Emilía Benedikta Gísladóttir fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Kvart í sviðssetningu Íslenska dansflokksins.
Danshöfundur ársins
Jo Strömgren fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Kvart í sviðssetningu Íslenska dansflokksins.
Barnasýning ársins
Leiksýningin Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur í sviðssetningu Þjóðleikhússins. Tónlist eftir Sigurð Bjólu. Leikstjórn annaðist Þórhallur Sigurðsson.
Útvarpsverk ársins
Útvarpsleikritið Besti vinur hundsins eftir Bjarna Jónsson. Tónlist eftir Hall Ingólfsson. Hljóðsetningu annaðist Georg Magnússon. Leikstjórn annaðist Bjarni Jónsson.