Carey hættir við annað brúðkaup

Mariah Carey kann vel við sig í sviðsljósinu
Mariah Carey kann vel við sig í sviðsljósinu AP

Bandaríska söngkonan Mariah Carey hefur hætt við að halda annað brúkaup sitt og Nick Cannon þar sem henni hefur ekki tekist að selja tímariti einkarétt á birtingu mynda frá atburðinum. 

Carey og Cannon gengu í hjónaband á Bahamaeyjum í apríl en til hafði staðið að þau efndu til annarrar hjónavígslu og mikillar veislu eftir að heim var komið.

 „Lítið brúðkaup á Bahamaeyjum var mjög fínt en ekki alveg í anda Mariah. Hún er kona sem nýtur þess að hafa umstang í kring um sig,” segir ónefndur heimildarmaður tímaritsins In Touch Weekly. „Mariah var tilbúin til að borga fyrir  brúðkaupið en hún hafði vonast til að geta fjármagnað það með sölu mynda. Það hafði hins vegar enginn áhuga á þeim.”
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir