Ekki drukkin heldur bara að leika sér

Fyrirsætan Naomi Campbell
Fyrirsætan Naomi Campbell Reuters

Fyrirsætan Naomi Campbell harðneitar því að hafa verið drukkin er hún datt á hausinn að næturlagi fyrr í vikunni á ítölsku eyjunni Capri. Campell var svo óheppin að ljósmyndarar náðu að mynda fallið þannig að hún hefur þurft að svara fyrir það hvort hún hafi verið ofurölvi. Segir umboðsmaður hennar að þetta hafi einungis verið leikur með vinum og ekkert annað.

Segir umboðsmaður hennar að Campell hafi verið að skemmta sér með vinum sínum og þau hafi verið að leika sér að því hversu vel þú getur treyst einhverjum til að grípa þig ef þú lætur þig detta. Mjög heitt hafi verið í veðri og það geti hafa valdið því að Campell datt á gangstéttina. En vitni segja að Campell hafi verið máttlaus og með glansandi augu.

Tekið er fram í fréttinni að Campell hafi komið með bát á eyjuna en hún á yfir höfði sér fangelsisdóm í næstu viku fyrir dólgslæti í flugi. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi í Lundúnum þann 20. júní nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir