Larson hyggur á frama í tískuheiminum

Clooney og Sarah Larson
Clooney og Sarah Larson AP

Sarah Larson, fyrrum kærasta kvennagullsins George Clooney, hefur greint frá því að upp úr sambandi þeirra hafi slitnað þar sem hún hafi ekki verið tilbúin til að festa ráð sitt. 

„Fólk heldur að við höfum hætt saman af því hvað George leggur mikið upp úr frelsi sínu. Ég er hins vegar hirðingi. Ég get ekki ákveðið hvar ég vil búa. Ég á hús í Las Vegasog ferðast mikið fram og til baka,” segir Larson sem er 29 ára og hafði verið með Clooney í ár er upp úr sambandi þeirra slitnaði. 

Hún segist nú stefna að því að hasla sér völl sem tískuhönnuður en er hún kynntist leikaranum starfaði hún á bar. „Ég hef ástríðu fyrir tísku. Ég lét sérsauma Armani kjól fyrir glæsiveislu í Metropolitan listasafninu í New York. Ég þurfti hreinlega að skipta mér af öllu," segir hún í viðtali við breska blaðið Daily Star.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup