Eistnaflug vex og vex

Þýska þrasssveitin Contradiction sótti sérstaklega um að fá að leika …
Þýska þrasssveitin Contradiction sótti sérstaklega um að fá að leika á hátíðinni í ár. Hátíðin er farin að festa sig í sessi.

Eistnaflug var fyrst haldið árið 2005. Þá léku þrettán hljómsveitir einn laugardag en skipuleggjandinn, Stefán Magnússson, íþróttakennari og rokktrommari, hélt hátíðina aðallega til að sýna vinum og vandamönnum úr borginni að það væri rokk á Austfjörðum en hann var þá nýfluttur þangað ásamt konu sinni.

Í ár er búist við um 800 gestum, hljómsveitirnar eru nærfellt 50 og aðalnúmer hátíðarinnar er Ham, „besta rokksveit Íslands fyrr og síðar“, að mati Sturlu Viðars Jakobssonar en hann er einn skipuleggjenda hátíðarinnar í ár.

Ham er ásinn

„Hún er óneitanlega ásinn í ár. En þetta hefur undið hægt og bítandi upp á sig undanfarin ár, og við erum alls fjögurra manna hópur sem höldum utan um þetta og höfum fundað stíft síðan í janúar.“

Hátíðin felur í sér gott þversnið af þungarrokksmenningu Íslands í dag, allt frá AC/DC-skotnu stuðrokki upp í byljandi bölmóðsrokk. Pönkið á skjól þarna einnig og þá leikur líka Mammút en sú sveit hefur verið með frá upphafi og tengist inn í upprunalega „Eistnaflugsgengið“ eins og Sturla orðar það.

Hróður Eistnaflugs er farinn að berast út fyrir landsteinana og til að mynda sótti þýska þrasssveitin Contradiction sérstaklega um að fá að leika á hátíðinni. Eistnaflug er þannig farin að treysta sig í sessi sem alvöru valmöguleiki fyrir rokkþyrsta Norður-Evrópubúa í leit að sumartónleikahátíðum.

Sturla segir það enda takmarkið, að hátíðin komist í flokk með öllum þeim góðu þungarokkshátíðum sem haldnar eru víðsvegar um Skandinavíu á sumrin, og Eistnaflugið ætti óneitanlega að græða eitthvað á sérstöðu sinni.

Hitað upp á Classic Rock

Í kvöld verður haldið upphitunarkvöld fyrir hátíðina á hinum rokkvæna stað Classic Rock en þar munu hljómsveitirnar Skítur, Slugs, Severed Crotch og Muck leika fyrir dansi. Heimildarmyndin Eistnaflug 2007 verður þá frumsýnd, en höfundur hennar er Sir Gussi, sem hefur vakið athygli fyrir youtube-myndir sínar sem bera saman heitið Sleepless in Reykjavik. Upplýsingar um miða, gistingu o.s.frv. má svo nálgast á eistnaflug.is.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir