Pamela Anderson segist hafa fengið hlutverkið í Strandvörðum þar sem hún var ekki í brjóstahaldara í áheyrnarprófi fyrir hlutverkið. Þetta kom fram í máli leikkonunnar í breska spjallþættinum The Sunday Night Project í gærkvöldi.
„Ég var ekki brjóstahaldara í áheyrnarprófinu. Það er alveg satt. Þú áttir að synda og ég flaut. Þú áttir að hlaupa hægt og synda hægt og brosa."
Í þættinum kom fram að Pamela, sem nýverið tók saman við rokkarann Tommy Lee að nýju, geymir enn rauða sundbolinn og notar hann við ákveðin tækifæri með kærustum.