Ekki grúppíubarn

Liv Tyler með föður sínum Steve Tyler.
Liv Tyler með föður sínum Steve Tyler. Reuters

Bandaríska leikkonan Liv Tyler segir móður sína alls ekki hafa verið grúppíu þrátt fyrir að hún hafi átt vingott við rokkarana Steve Tyler, Todd Rundgren, Mick Jagger, Iggy Pop, David Bowie og Elvis Costello.   

Liv segir móður sína Bebe Buell hafa gefið sér mjög góð ráð í ástarmálum en sjálf er Liv skilin við eiginmann sinn tónlistarmanninn Royston Langdon. „Mamma mín gaf mér mjög góð ráð varðandi karlmenn. Hún sagði m.a: Farðu varlega. Þeir geta verið óáreiðanlegir en þeir eru líka dásamlegir. Hún hafði mjög slæmt orðspor sem var mjög ósanngjarnt.

Í hvert skipti sem hún sást með manni var hún sögð eiga í ástarsambandi við hann,” segir Liv íviðtali við breska tímaritið Cosmopolitan. „Ég sé henni lýst sem rokk-grúppíu en það var hún aldrei. Þegar ég var barn horfði ég upp á hana þjást mjög mikið og ég ákvað að ég vildi ekki ganga í gegn um slíkt. 

Þá segist hún elska föður sinn Steven Tyler, söngvara hljómsveitarinnar Aerosmith, en stundum skammast sín fyrir hann, til dæmis þegar hann klæðist allt of þröngum buxum Bebe Buell átti Liv með Steve Tyler þegar hún var í langtímasambandi við Todd Rundgren og sagði henni ekki hver væri raunverulegur faðir hennar fyrr en um áratug síðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir