Hathaway óttaðist hneyksli

Hathaway spjallar við unga aðdáendur á frumsýningu Smart spæjara í …
Hathaway spjallar við unga aðdáendur á frumsýningu Smart spæjara í fyrrakvöld. Reuters

Bandaríska leikkonan Anne Hathaway sleit sambandi sínu við ítalska kaupsýslumanninn Raffaello Follieri um síðustu helgi vegna ýmissa hneykslismála sem hann er flæktur í. Er hún sögð hafa óttast að meint lögbrot hans myndu hafa neikvæð áhrif á feril sinn.

Raffaello sætir nú m.a. rannsókn dómsmálaráðuneytis New York vegna gruns um misferli í tengslum við góðgerðarstofnun sem hann rekur. Í fyrra var hann sakaður um að hafa greitt samstarfsmanni sínum með innistæðulausri ávísun að upphæð 215.000 dollarar, en gaf sig svo fram við lögreglu og greiddi skuldina.

Hathaway virtist þó ekki láta þetta á sig fá í fyrrakvöld er hún mætti til frumsýningar á nýjustu mynd sinni, Smart spæjara, í Los Angeles, ásamt meðleikara sínum, Steve Carell.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir