Hindúar mótmæla Hollywoodmynd

Myers við auglýsingu fyrir Love Guru.
Myers við auglýsingu fyrir Love Guru. Reuters

Hindúar í Bandaríkjunum hafa efnt til mótmæla vegna þarlendrar gamanmyndar, Love Guru, sem þeir segja að muni særa trúartilfinningar milljóna hindúa um heim allan. Hafa yfir fimm þúsund manns skrifað undir mótmæli á netinu, en frumsýna á myndina á föstudaginn.

Frá þessu segir BBC. Mike Myers fer með aðalhlutverkið í myndinni, en Paramount framleiðir hana. Segja forsvarsmenn fyrirtækisins að í myndinni sé dregin upp mynd af trú sem ekki sé til í raun og veru.

Myndin segir af gúrúnum Pitka, sem Myers leikur, sem alinn er upp á Indlandi og flytur síðan til Bandaríkjanna þar sem hann gerist sjálfshjálparfrömuður og leysir úr hjónabandserfiðleikum kanadískrar hokkíhetju.

Talsmenn hindúa í Bandaríkjunum gefa lítið fyrir þær fullyrðingar að myndin sé farsi og komi raunverulegum trúarbrögðum ekkert við.

Segja þeir að á Vesturlöndum ríki mikil vanþekking á hindúisma og því geti jafnvel gamanmynd komið inn ranghugmyndum hjá ungu fólki um trúna.

Fulltrúi Paramount telur vafasamt að hægt sé að gagnrýna myndina á grundvelli tveggja og hálfs mínútu kynningar, og vitnar í Deepak Chopra, sem segir að „ótímabær andmæli við myndinni [séu] í rauninni trúarbragðaáróður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Láttu það bara eftir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Anna Sundbeck Klav
4
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Láttu það bara eftir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Anna Sundbeck Klav
4
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir