Hindúar mótmæla Hollywoodmynd

Myers við auglýsingu fyrir Love Guru.
Myers við auglýsingu fyrir Love Guru. Reuters

Hindúar í Bandaríkjunum hafa efnt til mótmæla vegna þarlendrar gamanmyndar, Love Guru, sem þeir segja að muni særa trúartilfinningar milljóna hindúa um heim allan. Hafa yfir fimm þúsund manns skrifað undir mótmæli á netinu, en frumsýna á myndina á föstudaginn.

Frá þessu segir BBC. Mike Myers fer með aðalhlutverkið í myndinni, en Paramount framleiðir hana. Segja forsvarsmenn fyrirtækisins að í myndinni sé dregin upp mynd af trú sem ekki sé til í raun og veru.

Myndin segir af gúrúnum Pitka, sem Myers leikur, sem alinn er upp á Indlandi og flytur síðan til Bandaríkjanna þar sem hann gerist sjálfshjálparfrömuður og leysir úr hjónabandserfiðleikum kanadískrar hokkíhetju.

Talsmenn hindúa í Bandaríkjunum gefa lítið fyrir þær fullyrðingar að myndin sé farsi og komi raunverulegum trúarbrögðum ekkert við.

Segja þeir að á Vesturlöndum ríki mikil vanþekking á hindúisma og því geti jafnvel gamanmynd komið inn ranghugmyndum hjá ungu fólki um trúna.

Fulltrúi Paramount telur vafasamt að hægt sé að gagnrýna myndina á grundvelli tveggja og hálfs mínútu kynningar, og vitnar í Deepak Chopra, sem segir að „ótímabær andmæli við myndinni [séu] í rauninni trúarbragðaáróður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka