Of feit óperusöngkona snýr aftur eftir megrun

Deborah Voigt í janúar 2006.
Deborah Voigt í janúar 2006.

Bandaríska óperusöngkonan Deborah Voigt hefur á ný tekið við hlutverki sínu í Covent Garden í London, fjórum árum eftir að stjórnendur Konunglegu óperunnar ráku hana á þeim forsendum að hún væri of feit.

Hún segir að í óperuheiminum, líkt og öðrum afþreyingarbransa, sé sífellt meiri áhersla lögð á útlitið.

Voigt er 47 ára og hefur langa hríð verið ein virtasta sópransöngkona heims. En röddin dugði henni ekki þegar skipað var í hlutverk í uppsetningu Konunglegu óperunnar á Ariadne auf Naxos fyrir fjórum árum, þegar leikstjórinn sá fram á að hún myndi ekki passa í „litla svarta kjólinn“ sem hann hafði hugsað sér að Ariadne skyldi klæðast.

Þetta olli miklu uppnámi í óperuheiminum, en Voigt fór í magaaðgerð og megrun og losaði sig við ein 40 kíló. Þá bauð Konunglega óperan henni að koma aftur í hlutverkið.

Hún segir að aukin áhersla á útlit óperusöngvara, til jafns við sönghæfileika þeirra, á undanförnum árum sé til marks um auknar vinsældir „poppóperunnar“, og ekki verði framhjá því litið að óperan sé að taka breytingum.

Þessar breytingar megi m.a. rekja til tilkomu sjónvarpsins og mjög harðnandi samkeppni um fjármagn í afþreyingariðnaðinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan