„Aldrei verið í krossferð gegn auglýsingum“

Nokkuð hefur verið um það rætt að lag eftir Megas hljómar undir í auglýsingu frá Toyota-umboðinu; þar sem sýndar eru ýmsar norðurpólshremmmingar hljómar undir lagið „Ef þú smælar framan í heiminn“ í nýrri upptöku Megasar.

Að sögn Megasar er þetta ekki í fyrsta sinn sem lagið er notað í auglýsingaskyni, eða réttara sagt setningin úr viðlaginu því hana má finna á Cheerios-pakka, en kannski hafi enginn tekið eftir því. „Ég gaf þeim það nú,“ segir Megas og vísar í Cheeriosið, „enda fannst mér gaman að því að menn skyldu vilja nota þessa setningu, ekki síst í ljósi þess að það veit enginn hvað hún þýðir í dag.“

Dr. Gunni er einn þeirra sem hefur gert umrædda auglýsingu að umræðuefni og segir m.a. á bloggsíðu sinni að með þessu sé síðasta arðan komin í kjaft kapítalista.

Sjálfur segist Megas gera skýran greinarmun á lagi og persónu og þannig hyggist hann ekki leika í auglýsingum. „En vel má vera að lög eftir mig hafi verið notuð í auglýsingum áður, ég bara man það ekki og það skiptir engu máli í sjálfu sér því ég hef aldrei verið í einhverri krossferð gegn auglýsingum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir