Íslenski sumarslagarinn í útrýmingarhættu?

Það er kominn miður júní og enn bólar lítið á hinum týpísku sumarslögurum sem einkenndu íslenskt tónlistarlíf hérna fyrir örfáum árum síðan. Gömlu sveitaballaböndin eru fæst með ný lög þetta árið, og aðeins ein ný sveit komin á sjónarsviðið, með liðsmönnum undir þrítugu, er gæti talist í sama flokki. Hvar er næsta kynslóð af Birgittu, Hreim og Jónsa? Og hvar eru þau sjálf?

Óli Palli á Rás 2 nefnir Dísu, Múgsefjun, Veðurguðina og Buff þegar hann er spurður út í hverjir eigi séns á sumarslagara í ár.

„Íslendingar nota tónlist mismikið. Við notum hana í útvarpinu, þegar einhver giftir sig og þegar einhver deyr. Svo notum við líka tónlist þegar við höldum árshátíðir og böll. Það vantar sveitir í þennan geira,“ segir Óli Palli á Rás 2. „Nýdönsk hefur verið að sinna þessu svolítið. Sálin stundum, þegar þeir eru starfandi. Í svörtum fötum er ekki starfandi, ekki Írafár heldur. Paparnir eru hættir og það fer lítið fyrir Stuðmönnum. Það er voðalega lítið að gerast í þessari deild. Það er ekki um auðugan garð að gresja. Þessi deild er svolítið eins og tannlaust tígrisdýr eins og er.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup