Íslenski sumarslagarinn í útrýmingarhættu?

Það er kominn miður júní og enn bólar lítið á hinum týpísku sumarslögurum sem einkenndu íslenskt tónlistarlíf hérna fyrir örfáum árum síðan. Gömlu sveitaballaböndin eru fæst með ný lög þetta árið, og aðeins ein ný sveit komin á sjónarsviðið, með liðsmönnum undir þrítugu, er gæti talist í sama flokki. Hvar er næsta kynslóð af Birgittu, Hreim og Jónsa? Og hvar eru þau sjálf?

Óli Palli á Rás 2 nefnir Dísu, Múgsefjun, Veðurguðina og Buff þegar hann er spurður út í hverjir eigi séns á sumarslagara í ár.

„Íslendingar nota tónlist mismikið. Við notum hana í útvarpinu, þegar einhver giftir sig og þegar einhver deyr. Svo notum við líka tónlist þegar við höldum árshátíðir og böll. Það vantar sveitir í þennan geira,“ segir Óli Palli á Rás 2. „Nýdönsk hefur verið að sinna þessu svolítið. Sálin stundum, þegar þeir eru starfandi. Í svörtum fötum er ekki starfandi, ekki Írafár heldur. Paparnir eru hættir og það fer lítið fyrir Stuðmönnum. Það er voðalega lítið að gerast í þessari deild. Það er ekki um auðugan garð að gresja. Þessi deild er svolítið eins og tannlaust tígrisdýr eins og er.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir