Jamie Lynn á leiðinni á fæðingardeildina

Nú styttist í að nýjasti Spears-fjölskyldumeðlimurinn líti dagsins ljós. Talið er að Jamie Lynn eigi að eiga í byrjun júlí en líklegt er þó að hún fari í keisaraskurð fyrir tímann eins og flestar aðrar stjörnur enda er allt of mikið vesen að standa í fæðingarhríðum þegar maður á fullt af peningum.

Strákarnir hennar Britney voru teknir með keisaraskurði og fréttir herma að hún sé nú þegar farin til Kentwood þar sem Jamie Lynn ætlar sér að eiga barnið. Gert er ráð fyrir að Britney verði þar í um það bil mánuð og því er heldur ólíklegt að ekki sé gert ráð fyrir barninu fyrr en seint í júlí. Líklegra er að búið sé að skipuleggja keisaraskurðinn á næstu dögum og að Britney ætli sér að vera viðstödd ásamt móður sinni sem aldrei er langt undan.

Ekkert hefur heyrst af yfirvofandi giftingu Jamie Lynn og barnsföður hennar. Talið var að þau myndu gera sambandið löglegt áður en krílið kæmi í heiminn enda gefur Spears-fjölskyldan sig út fyrir að vera mjög íhaldssöm. Það verður reyndar stöðugt erfiðara fyrir þau að halda því fram enda er Britney fráskilin tveggja barna forræðislaus móðir með mjög vafasama fortíð og Jamie Lynn varð ófrísk 16 ára gömul. Ekki beint smartasta fjölskyldan í kirkjusöfnuðinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar