Picasso verk selt á 538 milljónir króna

Verkið Sylvette eftir Picasso
Verkið Sylvette eftir Picasso Reuters

Met var slegið á listaverkauppboði í Sydney í Ástralíu í gærkvöldi er óhlutbundið málverk eftir Picasso var selt fyrir 6,9 milljónir ástralska dollara, 538 milljónir króna. Verkið, Sylvette, var selt til ónafngreinds kaupanda af Deutscher-Menzies galleríinu. Er þetta hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir listaverk í Ástralíu.

Málverkið er frá árinu 1954 en Sylvette var nágranni spænska málarans er hann bjó í Suður-Frakklandi. Hreifst Picasso mjög af Sylvette, sem var 17 ára á þeim tíma, einkum og sér í lagi ljósu hári hennar sem hún setti yfirleitt upp í tagl. Picasso málaði 40 myndir þar sem Sylvette er fyrirmyndin.

Er þetta hæsta verð sem fengist hefur fyrir listaverk í Ástralíu en fyrra metið var frá árinu 2007 er verk eftir ástralska listamanninn Brett Whiteley var selt á 3,48 milljónir ástralskra dala, 271 milljón króna.

Rodney Menzies, framkvæmdastjóri Deutscher-Menzies, keypti Picasso verkið fyrir tveimur árum síðan á 357 milljónir króna, 4,6 milljónir ástralska dali.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir