Forsala á tónleika Damien Rice á Nasa við Austurvöll 24. júlí n.k. hófst í morgun kl. 10:00. Uppselt var orðið á tónleikana eftir 15 mínútur og er ennþá mikil eftirspurn eftir miðum. Rice mun einnig spila á Bræðslunni sem haldin verður á Borgarfirði eystri þann 26. júlí og eru enn til miðar á þá tónleika.
Þetta er í þriðja sinn sem Damien selur upp Nasa á augabragði því
hann kom þar fram tvisvar árið 2004 fyrir troðfullu húsi, samkvæmt tilkynningu.
Damien hefur hinsvegar alls spilað þrisvar á Íslandi hingað til því
hann kom einnig fram með hljómsveit sinni í janúar 2006 í
Laugardalshöll á tónleikum gegn virkjanastefnu íslenskra stjórnvalda. Er þess sérstaklega getið í tilkynningu að hann komi til landsins með áætlunarflugi.
Rice mun koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni ásamt
Eivöru Pálsdóttur og Magna.