Óhrædd við nektina

Keira Knightley
Keira Knightley HO

Breska leikkonan Keira Knightley segist ekki sjá neitt athugavert við það að koma nakin fram á hvíta tjaldinu. Knightley, sem er 23 ára gömul, hikaði því ekki við að fara úr brjóstahaldaranum við tökur á kynlífsatriði í kvikmyndinni The Edge of Love þar sem hún lék á móti Cillian Murphy.

„Þetta var ekkert mál. Þetta var kynlífssena og ég kann aldrei við slíkar senur þegar konur eru í brjóstahaldaranum. Þannig að þegar ég var beðin um að fara úr honum gerði ég það bara,“ segir leikkonan fagra.

Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem Knightley kemur léttklædd fram fyrir framan tökuvélarnar, en það gerði hún bæði í Domino og Atonement.

Þrátt fyrir að vera laus við spéhræðslu er leikkonan dauðhrædd við að þurfa að syngja í mynd. Hún mun þó þurfa að bæta úr því snarlega, enda mun hún fara með hlutverk Elizu Doolittle í endurgerð á My Fair Lady, en áætlað er að tökur á myndinni hefjist árið 2010.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar