Garðar Thor söng á Trafalgar-torgi

Garðar Thor á sviðinu á Trafalgar-torgi.
Garðar Thor á sviðinu á Trafalgar-torgi. mbl.is

Garðar Thor Cortes söng í dag á styrktartónleikum á Trafalgar-torgi í Lundúnum. Tónleikarnir voru til styrktar Loomba sjóðsins sem styrkir föðurlaus börn á Indlandi til náms.

Cherie Blair fyrrum forsætisráðherrafrú stýrir sjóðnum en hjónin þekkja vel til Garðars sem hefur áður sungið fyrir Blair-hjónin.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá umboðsmanni Garðars létu þúsundir manna fara vel um sig á Trafalgar-torgi í góðu veðri og hlýddi mannsöfnuðurinn á hann syngja þrjú lög og fagnaði söngvaranum ákaft.

Fjöldi annarra atriða voru einnig á dagskrá og stóðu tónleikarnir í tvo tíma.

Næsta plata Garðars kemur út á Íslandi og í Bretlandi á mánudaginn 
kemur, þann þrítugasta júní. En sú síðasta var tilnefnd til Bresku 
tónlistarverðlaunanna sem hljómplata ársins en hún fór beint í fyrsta 
sæti á vinsældalistans yfir sígildar hljómplötur


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir