Grínistinn George Carlin er látinn

George Carlin lést á sunnudag af hjartabilun, 71 árs að aldri. Hann lét leggja sig inn síðdegis á sunnudag og kvartaði um verk fyrir brjóstkassa. Lést hann síðar um kvöldið. Hann hefur átt við hjartaerfiðleika að stríða um nokkurt skeið en lét það ekki hindra sig í að koma fram og gerði það síðast viku áður en hann dó.

George Carlin átti að fá elleftu verðlaun Mark Twains fyrir grin. Hann er einna frægastur fyrir grínsyrpuna: Sjö orð sem þú mátt aldrei segja í sjónvarpi.

Carlin sem var einkar beittur í þjóðfélagsádeilu sinni flutti syrpuna um orðin sjö á sýningu í Milwaukee 1972. Var hann þá handtekinn fyrir að raska friðnum. Þegar hún var síðar flutt á útvarpsstöð í New York olli flutningurinn því að hæstiréttur tók málið fyrir 1978 og staðfesti heimild yfirvalda til að sekta stöðvar fyrir gróft orðbragð.

George Carlin tjáði AP fyrr á þessu ári að hann væri á einkennilegan hátt stoltur af því að vera neðanmálsgrein í bandarískri réttarsögu.

Heimasíða George Carlin

George Carlin á Wikipedia.org

Reuter
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar