Grínistinn George Carlin er látinn

George Carlin lést á sunnudag af hjartabilun, 71 árs að aldri. Hann lét leggja sig inn síðdegis á sunnudag og kvartaði um verk fyrir brjóstkassa. Lést hann síðar um kvöldið. Hann hefur átt við hjartaerfiðleika að stríða um nokkurt skeið en lét það ekki hindra sig í að koma fram og gerði það síðast viku áður en hann dó.

George Carlin átti að fá elleftu verðlaun Mark Twains fyrir grin. Hann er einna frægastur fyrir grínsyrpuna: Sjö orð sem þú mátt aldrei segja í sjónvarpi.

Carlin sem var einkar beittur í þjóðfélagsádeilu sinni flutti syrpuna um orðin sjö á sýningu í Milwaukee 1972. Var hann þá handtekinn fyrir að raska friðnum. Þegar hún var síðar flutt á útvarpsstöð í New York olli flutningurinn því að hæstiréttur tók málið fyrir 1978 og staðfesti heimild yfirvalda til að sekta stöðvar fyrir gróft orðbragð.

George Carlin tjáði AP fyrr á þessu ári að hann væri á einkennilegan hátt stoltur af því að vera neðanmálsgrein í bandarískri réttarsögu.

Heimasíða George Carlin

George Carlin á Wikipedia.org

Reuter
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir