Grínistinn George Carlin er látinn

00:00
00:00

Geor­ge Carlin lést á sunnu­dag af hjarta­bil­un, 71 árs að aldri. Hann lét leggja sig inn síðdeg­is á sunnu­dag og kvartaði um verk fyr­ir brjóst­kassa. Lést hann síðar um kvöldið. Hann hef­ur átt við hjarta­erfiðleika að stríða um nokk­urt skeið en lét það ekki hindra sig í að koma fram og gerði það síðast viku áður en hann dó.

Geor­ge Carlin átti að fá ell­eftu verðlaun Mark Twains fyr­ir grin. Hann er einna fræg­ast­ur fyr­ir gríns­yrp­una: Sjö orð sem þú mátt aldrei segja í sjón­varpi.

Carlin sem var einkar beitt­ur í þjóðfé­lags­ádeilu sinni flutti syrp­una um orðin sjö á sýn­ingu í Milwaukee 1972. Var hann þá hand­tek­inn fyr­ir að raska friðnum. Þegar hún var síðar flutt á út­varps­stöð í New York olli flutn­ing­ur­inn því að hæstirétt­ur tók málið fyr­ir 1978 og staðfesti heim­ild yf­ir­valda til að sekta stöðvar fyr­ir gróft orðbragð.

Geor­ge Carlin tjáði AP fyrr á þessu ári að hann væri á ein­kenni­leg­an hátt stolt­ur af því að vera neðan­máls­grein í banda­rískri rétt­ar­sögu.

Heimasíða Geor­ge Carlin

Geor­ge Carlin á Wikipedia.org

Reu­ter
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Mál sem tengjast ferðalögum, framhaldsmenntun og lögfræði ættu að ganga sérlega vel á þessu ári. Farðu með gát, en þangað sem hugmyndirnar streyma að þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Mál sem tengjast ferðalögum, framhaldsmenntun og lögfræði ættu að ganga sérlega vel á þessu ári. Farðu með gát, en þangað sem hugmyndirnar streyma að þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell