Celine Dion sökuð um helgispjöll

Celine Dion.
Celine Dion. AP

Kanadíska söngkonan Celine Dion ber ábyrgð á því að færa heimsbyggðinni versta ábreiðulag sögunnar. Þetta er niðurstaða könnunar sem framkvæmd var á vegum tímaritsins Total Guitar en þar voru fagaðilar spurðir út í bestu og verstu ábreiðulög sögunnar. Flutningur kanadísku söngspírunnar á AC/DC slagaranum You Shook Me All Night Long, sem söngkonan flutti á tónleikum í Las Vegas fyrir sex árum síðan, þótti vera versta ábreiðulag sögunnar og gekk ritstjóri Total Guitar, Stephen Lawson, það langt að kalla flutning hennar helgispjöll.

Í öðru sæti yfir verstu ábreiðurnar voru svo stúlknasveitirnar Girls Aloud og Sugababes með sína útgáfu á Aerosmith og Run DMC slagaranum Walk This Way. Krúttin í Westlife vermdu síðan þriðja sætið á þessum skammarlista með skelfilegri útgáfu af Extreme laginu More Than Words.

Besta ábreiðan þótti vera útgáfa Jimi Hendrix á Bob Dylan laginu All Along The Watchtower, í öðru sæti voru Bítlarnir með Twist and Shout og í því þriðja var rokksveitin Guns and Roses með sína útgáfu af James Bond-laginu, Live and Let Die. vij

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir