„Get ekki sagt að ég sé góður“

Eiður Smári Guðjohnsen var í hópi um tuttugu þjóðþekktra Íslendinga sem golfuðu til góðs á Urriðavelli í Garðabæ í morgun, þegar Stjörnugolfmót Nova fór þar fram í þágu Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna.

Eiður Smári og Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður á Ítalíu, sem einnig tók þátt í Stjörnugolfinu, tilkynntu í morgun að þeir ætli að gefa áritaðar keppnistreyjur í þágu Neistans, og er öllum opið að bjóða í þær til klukkan 15 í dag, að því er segir í fréttatilkynningu frá Nova.

Eiður Smári gefur treyjuna sem hann spilaði í með Barcelona á undirbúningstímanum og Jón Arnór treyjuna sem hann spilaði í á nýliðnu keppnistímabili með Roma á Ítalíu.

Þátttakendur í Stjörnugolfi Nova geta boðið í treyjurnar, sem og landsmenn allir. Þeir sem hafa áhuga og vilja eignast treyjurnar geta hringt í fulltrúa Stjörnugolfs Nova í síma 7701071.

Hér má veita Neistanum styrk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka