Hætti að borða kjöt fyrir Pamelu

Tommy Lee og Pamela Anderson
Tommy Lee og Pamela Anderson

Rokkarinn Tommy Lee var búinn að reyna allt til þess að koma sér í mjúkinn hjá fyrrverandi konu sinni og barnsmóður Pamelu Anderson, en allt kom fyrir ekki fyrr en hann hætti að borða kjöt. Þau eru nú tekin saman aftur, en Anderson er grænmetisæta og mikil baráttukona fyrir bættri meðferð á dýrum.

„Þetta er vika fjögur hjá mér,“ sagði Lee. „Ég var kominn á það stig að ég var tilbúinn að gera hvað sem er, allt sem ég var ekki þegar búinn að prófa.“

Þau eiga tvo drengi saman, Brandon 12 ára og Dylan 10 ára. Pamela Anderson hefur tvisvar gift sig á þeim áratug sem liðinn er síðan hún skildi við Tommy Lee. Það slitnaði fljótt upp úr báðum þeim hjónaböndum, öðru við Kid Rock og hinu við Rick Salomon.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir