Jass á Egilsstöðum í tuttugu ár

JEA, Jazzhátíð Eg­ilsstaða á Aust­ur­landi hefst í kvöld. Frum­flutt verður dans- og tón­verkið Draum­ar eft­ir Ein­ar Braga Braga­son og Irmu Gunn­ars­dótt­ir í Fljóts­dals­stöð. Þau njóta aðstoð lands­kunnra tón­list­ar­manna og dans­ara.

Nokkr­ir af liðsmönn­um Mezzof­orte munu meðal annarra spila í verk­inu.


Jón Hilm­ar Kára­son er fram­kvæmda­stjóri JEA í ár. Hann seg­ir á vef Fljóts­dals­héraðs spenn­ing­inn mik­inn og ann­ríki hafi verið við und­ir­bún­ing síðustu daga. „Ég er að far­ast úr spenn­ingi. Það eru komn­ir til okk­ar frá­bær­ir tón­list­ar­menn, og ég er varla enn bú­inn að fatta það að Larry Carlt­on er að fara spila á tón­leik­um hjá okk­ur á fimmtu­dags­kvöld.”


Í kjöl­far opn­un­ar­hátíðar­inn­ar spil­ar Larry Cartlon í Vala­skjálf á fimmtu­dags­kvöld. Blá­ir Skugg­ar á Blús­barn­um í Nes­kaupstað á föstu­dags­kvöld og Bea­dy Belle ásamt Blood­group í Herðubreið á laug­ar­dags­kvöld.

23. júní árið 1988 var fyrsta Jazzhá­tiðin hald­in á Eg­ils­stöðum. Hátíðin fagn­ar því 20 ára af­mæli í ár. Segja má að JEA sé ein­hver rót­grón­asta tón­list­ar­hátíð lands­ins. Það var Jón Múli Árna­son sem veitti hátíðinni braut­ar­gengi á sín­um tíma, en driffjöður henn­ar var Jazz­geggj­ar­inn sjálf­ur Árni Ísleifs­son. Árni er að sjálf­sögðu meðal gesta hátíðar­inn­ar í ár.

Allt um hátíðina 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Einhver gæti sagt eitthvað í dag sem kemur við viðkvæman blett hjá þér. Samræður við yfirmann þinn eða annan áhrifamann geta haft hvetjandi áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Einhver gæti sagt eitthvað í dag sem kemur við viðkvæman blett hjá þér. Samræður við yfirmann þinn eða annan áhrifamann geta haft hvetjandi áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir