Jass á Egilsstöðum í tuttugu ár

JEA, Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi hefst í kvöld. Frumflutt verður dans- og tónverkið Draumar eftir Einar Braga Bragason og Irmu Gunnarsdóttir í Fljótsdalsstöð. Þau njóta aðstoð landskunnra tónlistarmanna og dansara.

Nokkrir af liðsmönnum Mezzoforte munu meðal annarra spila í verkinu.


Jón Hilmar Kárason er framkvæmdastjóri JEA í ár. Hann segir á vef Fljótsdalshéraðs spenninginn mikinn og annríki hafi verið við undirbúning síðustu daga. „Ég er að farast úr spenningi. Það eru komnir til okkar frábærir tónlistarmenn, og ég er varla enn búinn að fatta það að Larry Carlton er að fara spila á tónleikum hjá okkur á fimmtudagskvöld.”


Í kjölfar opnunarhátíðarinnar spilar Larry Cartlon í Valaskjálf á fimmtudagskvöld. Bláir Skuggar á Blúsbarnum í Neskaupstað á föstudagskvöld og Beady Belle ásamt Bloodgroup í Herðubreið á laugardagskvöld.

23. júní árið 1988 var fyrsta Jazzhátiðin haldin á Egilsstöðum. Hátíðin fagnar því 20 ára afmæli í ár. Segja má að JEA sé einhver rótgrónasta tónlistarhátíð landsins. Það var Jón Múli Árnason sem veitti hátíðinni brautargengi á sínum tíma, en driffjöður hennar var Jazzgeggjarinn sjálfur Árni Ísleifsson. Árni er að sjálfsögðu meðal gesta hátíðarinnar í ár.

Allt um hátíðina 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar