Colin Farrell kominn með nýja

Colin Farrell.
Colin Farrell. Reuters

Leikarinn Colin Farrell á að vera að hitta enska rithöfundinn Emmu Forrest. Sambandið hefur ekki farið hátt en þau eiga að hafa verið saman í sex mánuði. Farrell er víst svo hrifinn af stúlkunni að hann sleppir því að fara út á lífið og eyðir frekar kvöldunum með henni í rólegheitum heima.

Heimildir The Sun herma að Farrell sé nýr og breyttur maður. Áfengið hafi hann látið lönd og leið og nýtur lífsins á mun heilbrigðari hátt í faðmi Forrest.

Þau hafa haldið sambandinu leyndu svo þau gætu byggt það upp í ró og næði. Rithöfundurinn er mjög ólík fyrri ástkonum leikarans og er hann yfir sig ástfanginn af henni. Þau íhuga nú að hefja sambúð í Los Angeles fljótlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka