Íslendingur á EM í róbótafótbolta

Róbótafótbolti fer þannig fram að tvö lið keppa á móti …
Róbótafótbolti fer þannig fram að tvö lið keppa á móti hvort öðru á litlum velli. Ljósmynd/Bjarney Sonja

Annað og öðruvísi Evrópumót var haldið í Austurríki og Sviss daganna 15.-22. júní sl., nefnilega Evrópumótið í róbótafótbolta. Íslendingar áttu þar einn fulltrúa, en lið hans lauk og keppni með sigri í einum af fimm flokkum. Bjarney Sonja Ólafsdóttir, nemandi í meistaranámi við Tækniháskólann í Vínarborg, var í liði skólans á mótinu - og jafnframt eina konan sem tók þátt að þessu sinni. 

Róbótafótbolti fer þannig fram að tvö lið keppa á móti hvort öðru á litlum velli. Hver leikur er tvisvar sinnum fimm mínútur og er róbótunum stjórnað af tölvuforriti með hjálp myndavélar. Keppt var í fimm flokkum og skiptust þeir niður eftir fjölda og stærð róbóta en einnig stærð leikvallar.

Lið Tækniháskólans í Vínarborg bar sigur í býtum úr einum flokki og endaði í öðru og þriðja sæti í öðrum flokkum. Tíu lið frá níu Evrópuþjóðum tóku þátt í mótinu sem síðast var haldið í Þýskalandi árið 2006, samhliða heimsmeistaramótinu í knattspyrnu.

Bjarney Sonja Ólafsdóttir með róbota.
Bjarney Sonja Ólafsdóttir með róbota. Ljósmynd/Bjarney Sonja
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar