Semur við Universal

„Ég er að fara að skrifa undir samning við Universal Music, sem er eitt stærsta útgáfufyrirtæki í heimi,“ segir Birgir Hilmarsson, tónskáld, söngvari og gítarleikari hljómsveitanna Ampop og Blindfold. Birgir hefur starfað sem tónskáld í London undanfarin misseri, og hefur þá aðallega samið tónlist fyrir sjónvarp og kvikmyndir, en hann hefur einnig unnið tónlist fyrir auglýsingar hér á landi.

„Ég er að fara í samstarf við þá fyrst og fremst sem tónskáld, en það er verið að skoða frekara samstarf með Blindfold og Ampop,“ segir Birgir um samninginn sem skrifað verður undir á næstu vikum. „Þeir byrjuðu með látum og seldu til að mynda lag með mér í auglýsingu fyrir Nike um daginn. Hún er með Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United í aðalhlutverki og á víst að vera mjög flott,“ segir Birgir, en sjá má auglýsinguna á Youtube.

Samningur Birgis við Universal felur það í sér að hann verður fenginn til þess að semja tónlist fyrir kvikmyndir og/eða sjónvarpsþætti á vegum fyrirtækisins, auk þess sem Universal mun leitast við að koma plötum Blindfold og Ampop á framfæri. Þá mun fyrirtækið einnig koma fyrri lagasmíðum Birgis á framfæri við erlenda leikstjóra og kvikmyndaframleiðendur. „Ég á til á lager um 250 lög sem ég hef samið fyrir ýmis tilefni undanfarin ár, allt frá ambient og klassík út í melódíska dægurtónlist, en Universal vill taka þetta allt saman, og hefur mikla trú á tónlistinni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar