Vill geta keypt norsk dægurlög

Norska viðskiptaráðuneyt­inu hef­ur borist kvört­un frá Þórlindi Kjart­ans­syni, for­manni Sam­bands ungra sjálf­stæðismanna, þar sem fundið er að því að iTu­nes-versl­un­in í Nor­egi hafi neitað að af­greiða Þórlind vegna þess að hann er bú­sett­ur hér og reyndi að greiða með ís­lensku kred­it­korti.

Málið snýst þó ekki um að ung­ir sjálf­stæðis­menn vilji spila norsk dæg­ur­lög á sam­kom­um, held­ur vilja þeir koma á frjáls­um viðskipt­um á net­inu með höf­und­ar­rétt­ar­varið efni.

„Við telj­um ekki að iTu­nes í Nor­egi megi hafna viðskipt­um frá Íslandi af því Ísland og Nor­eg­ur eru bæði inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins,“ seg­ir Þórlind­ur, sem seg­ir að EES-samn­ing­ur­inn eigi að tryggja frjálst flæði á vöru og þjón­ustu. Þegar leyst sé úr þessu álita­máli þurfi síðan að leysa úr því hvort nú­gild­andi regl­ur um höf­und­ar­rétt gangi gegn regl­un­um um frjálst flæði, hinu sk. fjór­frelsi.

Þórlind­ur býst við að þurfa að fara með málið fyr­ir EFTA-dóm­stól­inn, enda er hann ekki vongóður um að vel verði tekið í málið í Nor­egi. „Það sem við erum að gera með þessu er að búa til grund­völl fyr­ir mál­sókn fyr­ir dóm­stóln­um,“ út­skýr­ir hann. „In­ter­netið og net­versl­un er það besta sem get­ur komið fyr­ir frjálsa sam­keppni og neyt­end­ur. Það verður að stoppa bæði stjórn­völd og sér­hags­muna­hópa í að hindra að al­menn­ing­ur njóti góðs af þess­ari bylt­ingu,“ bæt­ir hann við.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Allir virðast hafa álit á því sem þú tekur þér fyrir hendur. Vertu þínu innra barni gott foreldri með þvi að hleypa því út.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Allir virðast hafa álit á því sem þú tekur þér fyrir hendur. Vertu þínu innra barni gott foreldri með þvi að hleypa því út.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir