Vill helst horfa á Beðmálin með kærastanum

Elton John og David Furnish.
Elton John og David Furnish. Reuters

David Furnish segir að sín helsta kvöldskemmtun heimafyrir sé að horfa á Beðmál í borginni og borða ristað brauð með bökuðum baunum í félagsskap við kærastann sinn, sir Elton John.

Furnish viðurkennir að vera alræmt samkvæmisljón, en kveðst engu að síður njóta þess að eiga notalega kvöldstund eins og að framan er lýst. Furnish og sir Elton hafa verið saman í 15 ár.

„Það sem okkur þykir skemmtilegast af öllu er að ná í kassann með heildarútgáfunni af Beðmálunum ... og horfa á sex þætti í röð og borða ristað brauð með bökuðum baunum. Þá finnst okkur við vera í himnaríki,“ sagði Furnish við The Daily Telegraph.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir