Williams og Field hætt saman

Robbie Williams
Robbie Williams

Söngvarinn Robbie Williams er hættur með kærustunni, leikkonunni Ayda Field, en þau hafa verið par í eitt ár. Samkvæmt heimildum slúðurvefja var það Field sem vildi hætta með Williams enda búin að fá sig fullsadda af litlum áhuga kappans á því að taka þátt í næturlífinu í Los Angeles. Williams flutti frá Bretlandi árið 2002 og hefur búið í Los Angeles síðan.

Haft er eftir vini leikkonunnar að það eina sem Williams vildi gera var að hanga heima og borða ruslfæði yfir sjónvarpinu á meðan hún vildi bregða sér út á lífið. Á hún að þrá afar heitt að ná frama og frægð í skemmanaiðnaðinum og það þýðir að hún þarf að láta sjá sig með fræga fólkinu. Hins vegar hefur tónlistarmaðurinn engan áhuga á slíku.

Meðal fyrri vinkvenna Williams eru Nicole Appleton úr All Saint, Geri Halliwell úr Kryddpíunum og fyrirsætan  Rachel Hunter.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar