Ný plata Sigur Rósar prýðir nú forsíðu safnvefjarins metacritic.com, en hann færir til bókar gagnrýni frá helstu fjölmiðlum hvað tónlist, kvikmyndir, bækur o.fl. varðar. Sigur Rós stendur nú í 82% sem telst afar gott og er mærð af flestum málsmetandi tónlistarritum.
Menningarblaðauki Sunday Times lýsir plötunni t.d. sem undursamlegri og gagnrýnandi Guardian getur vart á heilum sér tekið, gefur plötunni fullt hús stiga og segir plötuna, „fallega... fullkomna“.
Gulldrengirnir bera því nafn með rentu, nú sem áður.