Bandaríska leikkonan Uma Thurman og unnusti hennar, svissneski milljónamæringurinn Arpad "Arki" Busson, eru búin að trúlofa sig. Bandaríska tímaritið People greindi frá þessu í dag. Þau eiga bæði tvö börn, hún með leikaranum Ethan Hawk og hann með fyrirsætunni Elle McPherson.